Handrit Guðmundar Kambans

Guðmundur Kamban (1888-1945) var ásamt Jóhanni Sigurjónssyni fremsti leikritahöfundur þjóðarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldar. Afkomendur Gísla Jónssonar, bróður hans, afhentu vorið 2004 Leikminjasafninu nokkur frumhandrit að þremur helstu leikritum hans, Marmara, Oss morðingjum og Stjörnum öræfanna. Auk þessara handrita eru í Leikminjasafninu nokkrir hlutir frá Guðmundi Kamban sem komnir eru úr fórum systurdóttur hans, Helgu Bachmann.