Leikmynd í Marmara

Magnús Pálsson kom til starfa sem leikmyndateiknari hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1950 eftir nám í leikmyndahönnun í Bretlandi. Leikmynd hans í uppsetningu LR á Marmara eftir Kamban þótti "með sérstökum ágætum, einföld, stílhrein og í öllu sniðin eftir þörfum sviðsins". Magnús gerðist áratug síðar brautryðjandi nýrra viðhorfa í leikhúsinu ásamt fleiri félögum sínum hjá LR sem stofnuðu leikhópinn Grímu. Síðar hefur Magnús verið afkastamikill myndlistarmaður og hefur sett á svið gjörninga með leikurum.