Safn Alþýðuleikhússins

Alþýðuleikhúsið, sem var stofnað á Akureyri árið 1975, má á ýmsan hátt skoðast sem arftaki Grímu í íslensku leikhúslífi (um það sjá nánar annál íslenskrar leiklistarsögu). Starfshættir þess voru lýðræðislegir og enginn einn sem hélt utan um gögn þess. Sigrún Valbergsdóttir, sem var síðasti stjórnarformaður Alþýðuleikhússins, varðveitti vandlega allt sem komst í hennar hendur og afhenti það Leikminjasafninu. Meðal þess eru fundargerðir leikhússins og ljósmyndasafn þess. Þá hafa hjónin Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir, sem voru helstu burðarásar leikhússins framan af, haldið ýmsu til haga og látið Leikminjasafninu í té.

Meira um Alþýðuleikhúsið