Safn Auroru Halldórsdóttur

Aurora Halldórsdóttir leikkona (1907-1982) starfaði í áratugi með Leikfélagi Reykjavíkur, auk þess sem hún var ein þekktasta revíuleikkona Reykjavíkur. Hún var ástríðusafnari og í góðri aðstöðu til að halda því saman sem á fjörur hennar rak, handritum, leikskrám, ljósmyndum o.þ.h. Eftir andlát hennar rann safn hennar skv. sérstöku gjafabréfi til Leikfélags Reykjavíkur, en með samþykki réttra aðila var ákvörðun gjafabréfsins rift vorið 2004 og safnið afhent Leikminjasafni Íslands til varðveislu.