Safn Grímu

Tilraunaleikhúsið Gríma starfaði í Reykjavík á árunum 1962 til 1970 og markaði með starfi sínu ákveðin tímamót í íslenska leiklistarsögu (sjá nánar annál íslenskrar leiklistarsögu). Starfshættir leikhússins voru alla tíð fremur losaralegir og gögn leikhússins voru ekki varðveitt í heild á einum stað. Sumir af helstu aðstandendum Grímu hafa þó leitast við að halda hlutum til haga og má þar nefna Erling Gíslason, Brynju Benediktsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Þórhall Sigurðsson sem hafa látið Leikminjasafninu í té ýmis gögn frá starfi hópsins, s.s. ljósmyndir, leikskrár, plaköt, handrit, bókhaldsgögn o.fl.

Meira um Grímu