Safn Guðbjargar Þorbjarnardóttur

Guðbjörg Þorbjarnardóttir (1913-2003) var um áratugi ein af helstu leikkonum Leikfélags Reykjavíkur og síðar Þjóðleikhússins. Eftir andlát hennar afhenti bróðurdóttir hennar, Rósa Eggertsdóttir, Leikminjasafninu ýmislegt úr fórum hennar. Guðbjörg var fyrsta íslenska leikkonan sem hlaut Silfurlampann, verðlaun leikdómara, fyrir leik sinn í hlutverki Elísu Gant í Engill horfðu heim árið 1961 og var Silfurlampi hennar meðal þess sem safnið fékk til eignar. Hann er fyrsta eintak Lampans sem safnið eignast.