Safn Helga og Helgu

Helgi Skúlason (1933-1996) og Helga Bachmann (f. 1931) voru meðal virtustu leikara okkar á síðustu öld, auk þess sem þau fengust bæði talsvert við leikstjórn. Helgi er nú látinn og Helga horfin af sviðinu sakir heilsubrests. Ljósmyndir, handrit, leikskrár og leiklistartímarit voru meðal þess sem varðveittist í fórum þeirra. Þar reyndust einnig vera ýmis gögn frá föður Helgu, Hallgrími Bachmann, sem var í áratugi ljósameistara við L.R. og síðar Þjóðleikhúsið, og móðurbróður hennar, Guðmundi Kamban, leikskáldi og leikstjóra.