Safn Indriða Waage

Indriði Waage (1902-1963) var einn fremsti leikstjóri og leikari sinnar tíðar. Hann starfaði frá unga aldri hjá Leikfélagi Reykjavíkur og réðst til Þjóðleikhússins við stofnun þess þar sem hann starfaði til dauðadags. Hann var ekki sérlega geyminn á gögn sín, en sitthvað áhugavert tengt ferli hans varðveittist þó hjá fjölskyldu hans. Þegar Leikminjsafnið minntist aldarafmælis Indriða færðu börn hans, Hákon og Kristín Waage, Leikminjasafninu ýmis gögn að gjöf. Þar á meðal voru nótnahandrit frá Emil Thoroddsen tónskáldi. Þeir Indriði voru ekki aðeins náfrændur, heldur störfuðu mikið saman í leikhúsinu.

Merkisdagur Indriða Waage