Safn Reumerts og Önnu Borg

Þetta safn er gjöf frá erfingjum Geirs Borg, fv. forstjóra í Reykjavík. Það var afhent með formlegu gjafabréfi 5.11. 2004 við opnun sérstakrar sýningar í Þjóðminjasafni Íslands. Meginuppistaða á þeirri sýningu og í gjöfinni eru húsgögn, sófi og sex stólar, sem lengi stóðu í búningsherbergi Pouls Reumert í Kgl. leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Því fylgdu margvísleg gögn, myndir og gripir úr eigu Geirs, margt af því einnig komið frá Önnu Borg og Poul Reumert, annað komið úr fórum systra hans, Emilíu og Þóru, og móður þeirra, Stefaníu Guðmundsdóttur.

Um safnið og sýninguna Konunglegar mublur