Sminkkassi Arndísar

Arndís Björnsdóttir (1895-1968) var ein fremsta leikkona þjóðarinnar. Hún hóf feril sinn ung leikkona í Iðnó og lauk honum sem "grand old dame" Þjóðleikhússins. Frægust er hún sjálfsagt fyrir túlkun sína á Kerlingunni í Gullna hliði Davíðs Stefánssonar. Leikminjasafnið á sminkkassa hennar og er hann gjöf frá Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu, en Arndís gaf henni.