Teikning úr Útilegumönnunum

Steinþór Sigurðsson (f. 1933) hefur verið einn helsti leikmyndateiknari okkar í áratugi. Hann fékk Silfurlampann, verðlaun leiklistargagnrýnenda, fyrir leikmyndir sínar árið 1972, en leikmyndir hans höfðu þá vakið mikla athygli undanfarin ár, bæði fyrir fegurð, fjölbreytni í stíl en ekki síst fyrir það hversu gott lag hann hafði á að "stækka" hið þrönga svið í Iðnó með því að skapa auknar víddir á baksviðinu. Sviðsteikningar hans, flest vatnslitamyndir, sem Leikminjasafnið hefur eignast, eru margar með fallegustu myndum safnsins.

Sviðsmyndir og sjónhverfingar - Leikmyndir Steinþórs Sigurðssonar