Teikning eftir Finne

Ferdinand Finne (1910-1999) var einn af þekktustu leikmyndateiknurum Noregs á síðustu öld. Hann gerði leikmyndir og búninga við Veisluna á Sólhaugum sem Gerd Grieg, ein merkasta leikkona Norðmanna, setti hér upp árið 1943. Þegar safn Gunnars Bjarnasonar kom til Leikminjsafnsins reyndust vera í því tólf búningateikningar eftir Finne sem með einhverjum hætti hafa borist í hendur Gunnars. Sviðsetningar Gerd Grieg á stríðsárunum, einkum þó á Pétri Gaut, mörkuðu á ýmsan hátt tímamót í íslenskri leiklistarsögu og því mikill fengur fyrir safnið að eiga eitthvað sem tengist þeim.