MERKISDAGAR

ÍSLENSKRAR LEIKLISTARSÖGU

Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Heilög Jóhanna í samnefndu leikriti George Bernard Shaw (Ţjóđleikhúsiđ 1951)

Anna Borg

100 ára minning 1903 - 30. júlí - 2003

Anna Borg fćddist í Reykjavík 30. júlí 1903. Hún kom barn ađ aldri fram á leiksviđi enda taldi móđir hennar, leikkonan ţjóđkunna, Stefanía Guđmundsdóttir, sig snemma sjá ţess merki ađ hún vćri gćdd óvenjulegum leiklistarhćfileikum. Ţegar danski leikstjórinn og leikarinn, Adam Poulsen, kom hingađ áriđ 1925 til ađ vinna međ Leikfélagi Reykjavíkur lék hún á móti honum og í kjölfar ţess var ákveđiđ ađ hún fćri til leiklistarnáms í Kaupmannahöfn. Ţar lauk hún prófi úr skóla Konunglega leikhússins voriđ 1927.

Eftir ţađ sneri Anna Borg ađeins heim sem gestur. Hún fékk fljótt ađ loknu námi góđ tilbođ um hlutverk á dönsku leiksviđi og ţar starfađi hún upp frá ţví, lengst af í Konunglega leikhúsinu. Fyrsta stórhlutverk hennar, sem athygli vakti, var María í Gálgamanninum eftir Runar Schildt áriđ 1929 og međ Margréti í Fást Goethes áriđ 1932 vann hún einn frćgasta leiksigur sinn. Hún bjó yfir hlýlegri og ţokkafullri nćrveru, sterkri útgeislun, sem ţótti njóta sín sérstaklega vel í hlutverkum sem kölluđu á ljóđrćna upphafningu. Hún náđi frábćru valdi yfir danskri tungu og gat sér snemma gott orđ sem upplesari, ekki síst á ljóđum. Međal helstu hlutverka hennar má nefna Steinunni í Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar, dóttur Indra í Draumleik Strindbergs, Regínu Giddens í Litlu refunum eftir Lillian Hellman og Elísabetu drottningu í Maríu Stúart Schillers. Hún ţótti einnig sjálfkjörin til ađ leika ađalkvenhlutverkin í mörgum af harmleikjum danska ţjóđskáldsins Adams Oehlenschläger og var Bera drottning í leik hans, Hagbarđur og Signý, síđasta hlutverk hennar.

Áriđ 1932 giftist Anna Borg Poul Reumert, einum fremsta og sjálfsagt dáđasta leikara Dana á síđustu öld. Ţau komu nokkrum sinnum saman til Íslands og léku gestaleiki sem urđu hinni ungu íslensku leikarastétt mikilsverđ hvatning, jafnframt ţví sem ţeir settu henni eđlilega viđmiđun. Ţegar Ţjóđleikhúsiđ var opnađ kom Anna Borg enn í heimsókn og lék ţar tvö stórhlutverk fyrsta starfsvetur ţess 1950-51, heilaga Jóhönnu í samnefndum leik Bernards Shaw og Toinette í Ímyndunarveiki Moličres. Í ţeirri heimsókn veiktist hún af erfiđum skjaldkirtilssjúkdómi sem hún glímdi síđan viđ í nokkur ár. Eftir ađ hún komst aftur til heilsu haslađi hún sér völl sem óperuleikstjóri, jafnframt ţví sem hún hélt áfram ađ leika. Anna Borg fórst međ flugvélinni Hrímfaxa viđ Fornebu-flugvöll í Osló 14. apríl 1963.

Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana  Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana


Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana