MERKISDAGAR

ÍSLENSKRAR LEIKLISTARSÖGU

Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Einar Kristjánsson í titilhlutverkinu í Albert Herring eftir Benjamin Britten. Kaupmannahöfn 1953

Einar Kristjánsson

100 ára minning 1910 - 24. nóvember - 2010

Einar Kristjánsson fćddist í Reykjavík 24. nóvember 1910. Ađ loknu stúdentsprófi hélt hann til söngnáms í Ţýskalandi, ţar sem hann stundađi nám viđ óperuskólann í Dresden. Ađ ţví námi loknu var hann ráđinn sem lýrískur tenór til Óperunnar í Dresden og starfađi ţar til 1936. Ţađan lá leiđin í Óperuna í Stuttgart, ţar sem hann var í tvö ár, síđan í Óperuna í Duisburg og ađ lokum í Hamborgaróperuna. Ţar var hann fastráđinn frá 1942 til 1946. Á ţessum árum söng hann einnig um lengri eđa skemmri tíma viđ óperuhúsin í Berlín, München, Vín, Stokkhólmi og víđar. Einar kvćntist ţýskri konu af grískum ćttum, Mörthu Papafoti, áriđ 1936 og eignuđust ţau dćturnar Valgerđi og Brynju.

Hamborg varđ hart úti í árásum heimsstyrjaldarinnar og ástand ţar viđ stríđslok mjög erfitt. Einar starfađi engu ađ síđur út ráđningartíma sinn viđ Hamborgaróperuna, en ákvađ ţá ađ leita á önnur miđ. Hann var mjög á faraldsfćti nćstu ár, kom međal annars fram í Óperunum í Stokkhólmi og Vín og dvaldist um tíma í Mílanó, ekki síst til ađ dýpka ţekkingu sína og ná betri tökum á söngstílnum ítalska, bel canto. Áriđ 1949 var hann svo ráđinn til Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn og starfađi ţar í ţrettán ár. Hann söng tenórhlutverkin í mörgum óperum Verdis, Puccinis og Mozarts, en einn stćrsti sigur hans var ţó túlkun hans á titilhlutverkinu í gamanóperu Benjamins Britten, Albert Herring, áriđ 1953. Ţó ađ Einar vćri klassískt skólađur og héldi sig jafnan innan síns afmarkađa sviđs í óperunni, vafđist nútímaóperan ekki fyrir honum.

Einar Kristjánsson var afar fjölhćfur söngvari; jafnvígur á óperusöng í hvers konar stíl, óratóríur og ljóđasöng. Hann lagđi sérstaka rćkt viđ ljóđasönginn og fram ađ stríđsbyrjun hélt hann á hverju ári ljóđatónleika víđs vegar um Ţýskaland. Röddin var sérlega blćfögur, hljómmikil jafnt á efra sem neđra sviđi, í senn ţýđ og máttug, tónnćmi og tćkni óbrigđul. Fyrstu söngskemmtun sína í Reykjavík hélt hann áriđ 1933, ţegar hann var enn viđ nám, og eftir ţađ kom hann oft til Íslands ađ syngja. Međal annars flutti hann ljóđaflokk Schuberts, Vetrarferđina, í Sjálfstćđishúsinu viđ Austurvöll áriđ 1946 viđ píanóleik dr. Victors Urbancics. Má hér vitna til orđa Jóns Ţórarinssonar tónskálds sem segir Einar, fyrstan íslenskra söngvara, hafa „ađ öđrum alveg ólöstuđum, tileinkađ sér til fulls hina öguđu list ljóđasöngsins einsog hún verđur hreinust og tćrust." Í Ţjóđleikhúsinu söng hann ţrjú hlutverk: Gabriel von Eisenstein í Leđurblökunni áriđ 1952, Alfred Germont í La traviata áriđ 1953 og Danilo greifa í Kátu ekkjunni áriđ 1956.

Ţó ađ Einar hefđi enn fulla burđi sem söngvari ákvađ hann ađ hćtta ađ syngja áriđ 1962, rétt rúmlega fimmtugur. Hann fluttist ţá heim ásamt fjölskyldu sinni og stundađi söngkennslu viđ Tónlistarskólann í Reykjavík til dauđadags. Hann lést í Reykjavík 24. apríl 1966 eftir skammvinn veikindi.

Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana  Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana


Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana

Úr dómum  |  Af lífi listamannsins
Leikminjasafn Íslands - forsíđa