MERKISDAGAR

ÍSLENSKRAR LEIKLISTARSÖGU

Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Stefán Íslandi í hlutverki hertogans í óperunni Rigoletto eftir G. Verdi. Ţjóđleikhúsiđ 1951

Stefán Íslandi

100 ára minning 1907 - 6. október - 2007

Stefán Guðmundsson f. 6. október 1907 í Krossanesi í Vallhólma. Hann var sonur Guðmundar Jónssonar vinnumanns og Guðrúnar Stefánsdóttur húskonu í Krossanesi. Foreldrar Stefáns fluttu til Sauðárkróks vorið 1912. Guðmundur faðir hans drukknaði í Gönguskarðsá vorið 1917 þegar Stefán var á 10. ári. Þá var honum komið í fóstur hjá Gunnari Gunnarssyni og Ingibjörgu Ólafsdóttur í Syðra-Vallholti, sem reyndust honum afar góð og sáu til þess að hann fengi þau tækifæri sem drengjum á hans reki stóðu til boða.

Stefán hóf nám í Mílanó 1930 hjá frægum kennurum, lengst af hjá barýtonsöngvaranum Ernesto Caronna. Upp úr nýári 1933 þreytti hannn svo frumraun sína í Flórens í hlutverki málarans Cavaradossi í "Toscu" eftir Puccini og skömmu síðar söng hann hlutverk Pinkertons í "Madama Butterfly". Ofurbjört tenórrödd hans vakti þegar athygli í þessu landi söngsins.

Næstu tvö árin söng hann þessi hlutverk víða á Ítalíu. Einnig hlutverk hertogans í "Rigoletto" og Alfredos í "La Traviata" eftir Verdi. Hann kom heim vorið 1935 og söng í Gamla bíó við mikla hrifningu. Hann söng fjórum sinnum í striklotu í það skiptið og söngskemmtanirnar hefðu orðið fleiri, ef hann hafði ekki skuldbundist til að vera einsöngvari þá um vorið í Norðurlandaför Karlakórs Reykjavíkur. Næstu ár söng hann í Kaupmannahöfn og víðar á Norðurlöndum, en einnig í Þýskalandi. Hann söng aftur í Reykjavík 1937 og fór þá einnig í söngför um landið. En þá hafði hann þegar sungið inn á sínar fyrstu plötur sem frægar urðu, ýmsar aríur. Ekki síst Áfram veginn með Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. Með kórnum fór hann þá líka í söngför til Þýskalands og Austurríkis.

Vorið 1938 söng Stefán hlutverk Pinkertons á sviði Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn og hlaut mikið lof og síðan má segja að svið Konunglega hafi verið hans heimahöfn uns hann fluttist alkominn heim til Íslands 1966 og sneri sér að söngkennslu, sem hann hafði reyndar einnig stundað við Kgl., tónlistarskólann í Höfn. Hann var fastráðinn við leikhúsið 1940 og útnefndur Konunglegur hirðsöngvari þar1949, enda í fremstu röð söngvara hússins. Hlutverk hans skiptu tugum og voru þar öll frægustu hlutverk í ítölskum og frönskumtónmenntum. Eftir stríð kom hann oftlega heim til Íslands og söng og aldrei var lát á hrifningu áheyrenda.

Stefán tók þátt í fyrstu íslensku óperuuppfærslunni, Rigoletto í Þjóðleikhúsinu 1951, og söng þá að sjálfsögðu hertogann. Síðar (1957) söng hann Cavaradossi í Toscu, einnig í Þjóðleikhúsinu og Don José í Carmen á tónleikum í Austurbæjarbíói.

Fáir íslenskir listamenn hafa notið jafn almennra vinsælda um sína daga og Stefán og virðist sem ekkert lát sé á þeim vinsældum eftir lát hans. Stefán lést í Reykjavík á nýársdag 1994.

Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana


Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana