MERKISDAGAR

ĶSLENSKRAR LEIKLISTARSÖGU

Smelliš į myndina til aš stękka hana
Žóra Borg sem Wayland hjśkrunarkona ķ Loganum helga
eftir Somerset Maugham (L.R. 1949)

Þóra Borg

100 įra minning 1907 - 6. júlí - 2007

Þóra Borg fæddist í Reykjavík 6. júlí árið 1907. Hún var fjórða barn Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu og eiginmanns hennar, Borgþórs Jósefssonar, sem voru bæði miklir burðarásar í Leikfélagi Reykjavíkur. Þegar Þóra fæddist hafði Leikfélagið starfað í tíu ár í Iðnó sem átti eftir að verða helsti starfsvettvangur hennar.

Líkt og fleiri börn leikaranna í Iðnó var Þóra snemma fengin til að leika hlutverk barna og er fyrsta skráða hlutverk hennar af því tagi Tóta litla í Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar. Eiginlegur leikferill hennar má þó segja að hafi ekki byrjað fyrr en árið 1927 með hlutverki Wöndu í Gleiðgosanum. Næstu ár lék hún mikið með Leikfélaginu, jafnframt því sem hún stundaði borgaraleg störf eins og aðrir leikendur. Hún nam fótaðgerðir og snyrtingu í Kaupmannahöfn og rak síðan fótsnyrtistofu í Reykjavík í mörg ár. Hún giftist Gunnari Einarssyni árið 1941, en missti hann eftir skamma sambúð. Þau eignuðust einn son, Gunnar Borg.

Meðal hlutverka Þóru hjá L.R. má nefna Guðrúnu í Nýársnótt Indriða Einarssonar, Guðnýju í Lénharði fógeta Einars H. Kvarans, Dóru í Hallsteini og Dóru sama höfundar, Víólu í Þrettándakvöldi Shakespeares og Wayland hjúkrunarkonu í Loganum helga eftir Somerset Maugham, en það var af ýmsum talið eitt besta hlutverk hennar. Árið 1950 réðist hún til Þjóðleikhússins og starfaði þar næstu sjö ár. Fyrsta hlutverk hennar á sviði þess var Áslaug álfkona í Nýársnóttinni sem var eitt af frægustu hlutverkum Stefaníu, móður hennar. Þóra varð aldrei nein stórstjarna eins og móðir hennar hafði verið, en hún átti í ríkum mæli þá fagmennsku og virðingu fyrir hinni listrænu vinnu sem hafði verið aðalsmerki frú Stefaníu. Það voru eiginleikar sem íslenskt leiksvið þurfti mjög á að halda á þessum árum.

Árið 1957 hvarf Þóra Borg af sviði Þjóðleikhússins og lék næstu ár mest í útvarpi. Hún sneri þó brátt aftur til Leikfélags Reykjavíkur þar sem hún gekk í endurnýjun lífdaganna sem listamaður. Hún blómstraði nú í hlutverkum eins og Maríu Jósefu í Húsi Bernhörðu Alba eftir Lorca, Júlíönu Tesman í Heddu Gabler Ibsens og Lovísu í Dómínó Jökuls Jakobssonar. Túlkun hennar á Kristínu gömlu í Hringjarabænum, móður Garðars Hólms, í sjónvarpsmyndinni eftir Brekkukotsannál Laxness er frábær heimild um list hennar, kyrrláta og sterka nærveru frammi fyrir auga myndavélarinnar.

Síðasta hlutverk sitt lék Þóra í Þjóðleikhúsinu árið 1981. Hún lést á sjötugasta og sjöunda aldursári í Reykjavík 4. apríl 1984.

Smelliš į myndina til aš stękka hana  Smelliš į myndina til aš stękka hana
Smelliš į myndina til aš stękka hana


Smelliš į myndina til aš stękka hana Smelliš į myndina til aš stękka hana
Smelliš į myndina til aš stękka hana Smelliš į myndina til aš stękka hana
Smelliš į myndina til aš stękka hana Smelliš į myndina til aš stękka hana
Smelliš į myndina til aš stękka hana Smelliš į myndina til aš stękka hana

Um listamanninn
Leikminjasafn Ķslands - forsķša