MERKISDAGAR

ÍSLENSKRAR LEIKLISTARSÖGU

Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Ţorsteinn í hlutverki pressarans í Dúfnaveislunni eftir Halldór Laxness (Leikfélag Reykjavíkur 1966)

Þorsteinn Ö. Stephensen

100 ára minning 1904 - 21. des. - 2004

Þorsteinn Ö. Stephensen fæddist á Hurðarbaki í Kjós þann 21. desember 1904. Hann kom í fyrsta skipti fram á sviði í leiksýningu reykvískra menntaskólanema árið 1923 og lék síðan talsvert næstu ár. Árið 1935 réðst hann aðstoðarþulur til Ríkisútvarpsins og aðalþulur þess varð hann 1940. Hann var skipaður leiklistarstjóri Útvarps 1947 og gegndi því starfi til 1974. Fyrsta leikhlutverk sitt í útvarpi lék Þorsteinn árið 1936, hið síðasta 1989 og urðu útvarpshlutverkin alls um 600 talsins.

Þorsteinn réðst ekki til Þjóðleikhússins við stofnun þess 1950 heldur kaus að starfa áfram hjá Ríkisútvarpinu og Leikfélagi Reykjavíkur. Þá starfaði hann mjög að stéttarfélagsmálum, bæði leikara og útvarpsmanna; var fyrsti formaður Félags íslenskra leikara og Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins. Hann var kvæntur Dórótheu Breiðfjörð Stephensen og eignaðist með henni fimm börn. Þorsteinn lést í Vífilsstaðaspítala 13. nóvember 1991.

Þorsteinn Ö. Stephensen er einn stórbrotnasti og fjölhæfasti leikari sem Íslendingar hafa átt. Þó að óvenjulegir hæfileikar hans kæmu snemma í ljós, þroskaðist hann fremur seint og það er í rauninni ekki fyrr en eftir 1950 að list hans nær að blómstra. Hann var gæddur bæði skörpum skilningi og mikilli tilfinningadýpt, jafnvígur á gaman og alvöru, og spannaði að lokum í túlkun sinni stærra svið en flestir aðrir íslenskir leikarar. Í hljóðritasafni Útvarps er varðveitt fjölbreytt og merkilegt safn hlutverka hans, þar á meðal eru nokkur stærstu sviðshlutverkin.

Þorsteinn Ö. Stephensen fékk Silfurlampa Félags íslenskra leikdómenda tvisvar: í fyrra skiptið fyrir túlkun sína á Andrew Crocker-Harris í Browning-þýðingunni eftir Terence Rattigan (Leikfélag Reykjavíkur 1957) og í hið síðara á Pressaranum í Dúfnaveislu Halldórs Laxness (Leikfélag Reykjavíkur 1966).

Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana  Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana


Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana

Um listamanninn
Leikminjasafn Íslands - forsíđa