MERKISDAGAR

ÍSLENSKRAR LEIKLISTARSÖGU

Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Valur Gíslason

Valur Gíslason

100 ára minning 1902 - 15. janúar - 2002

Valur Gíslason fæddist í Reykjavík 15. janúar 1902. Foreldrar hans voru Gísli Helgason kaupmaður og kona hans, Valgerður Freysteinsdóttir. Valur lauk 4. bekkjar-prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1919 og stundaði síðan almenn bankastörf í Íslandsbanka. Síðar varð hann bókhaldari hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur uns hann gerðist fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu, þar sem hann starfaði alla tíð síðan.

Valur lék fyrsta hlutverk sitt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1926 og urðu hlutverk hans þar rúmlega níutíu talsins. Í Þjóðleikhúsinu lék hann tæplega 130 hlutverk, hið síðasta árið 1987. Einnig lék Valur mikið í útvarp, stjórnaði leikritum þar og kom síðustu árin fram í nokkrum sjónvarpsleikritum.

Valur tók virkan þátt í félagsmálum stéttar sinnar, sat löngum í stjórn leikfélagsins og var formaður þess frá 1941 til 1944. Hann var formaður Félags íslenskra leikara 1949-56 og aftur frá 1958 til 1961. Hann var einnig formaður Bandalags íslenskra listamanna í nokkur ár. Kona Vals var Laufey Árnadóttir, dóttir Árna Eiríkssonar leikara og formanns L.R. Valur lést í Reykjavík 13. október 1990.

Valur Gíslason er einn fremsti skapgerðarleikari sem íslenskt leikhús hefur eignast. Honum var í upphafi ekki spáð miklum frama á leiksviði, en vandvirkni hans og smekkvísi öfluðu honum snemma virðingar og með auknum þroska dýpkaði list hans og varð þróttmeiri. Bestu hlutverk sín lék hann á sviði Þjóðleikhússins, þ. á m. riddaraliðsforingjann í Föður Strindbergs, Harry Brock í Fædd í gær og Davies í Húsverði Pinters. Fyrir tvö fyrrnefndu hlutverkin hlaut hann silfurlampa Félags íslenskra leikdómara .

Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana  Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana


Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana

Um listamanninn  |  Hlutverk  |  Leikdómar
Leikminjasafn Íslands - forsíđa