Aðalfundur Leikminjasafns Íslands - 2018

Iðnó 25. apríl 2018 kl 16:00

Viðstaddir:
Árni Kristjánsson
Ásdís Þórhallsdóttir
Benóný Ægisson
Erling Jóhannesson
Hafliði Arngrímsson
Kolbrún Halldórsdóttir
Lárus Vilhjálmsson
Marta Nordal
Pétur Örn Friðriksson
Ólafur Engilbertsson
Sesselja G. Magnúsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Þorgerður E. Sigurðardóttir
Þórhallur Sigurðsson


Gengið til dagskrár venjulegra aðalfundarstarfa skv. útsendu fundarboði.

1. Fundargerð síðasta aðalfundar.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Afgreiðsla reikninga.
4. Starfsáætlun næsta árs.
5. Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga.
6. Önnur mál.

Fundarstjóri, Lárus Vilhjálmsson, Ásdís Þórhallsdóttir ritaði fundargerð. Vísað er með upphafsstöfum í mælendur á fundinum.

1. Fundargerð síðasta aðalfundar
KH las fundargerð síðasta aðalfundar og var hún samþykkt án athugasemda.

2. Skýrsla stjórnar
KH las skýrslu stjórnar. Opnað fyrir almennar umræður eftir lestur hvers kafla skýrslunnar.
Þar kom fram:
Verk Jóns E. Guðmundssonar: að um sé að ræða í umsjón Lms. nokkur stór landslags málverk eftir Jón E Guðmundsson sem rætt hefur verið um að afhenda Bygðasafninu á Hnjóti í Vesturbyggð til varðveislu. Sú ákvörðun og umsjá bíði nýrrar stjórnar Lms.

Bláa bókin: ÓE stakk uppá að hægt væri að útbúa hvatningu til héraðssafna til gagnaöflunar í bókina.

Samskipti við stjórnvöld: KH reifaði grunninn á bak við töluna 36 millj. og greindi frá góðu samstarfi sínu við Ingibjörgu S. Sverrisdóttur landsbókavörð sem bent hefur réttilega á að hinn nýji stafræni veruleiki krefst sérhæfðra starfsmanna. Þarna þarf ríkið að spýta í lófana.

Verkefni framundan: SES velti fyrir sér hvort umframlager bóka Lms. gæti mögulega farið til safna á Akureyri eða annara safna utan Rvíkur. KH benti á að þetta væri ekki fýsilegur kostur þar sem þá myndu bækur úr stóru einkasafni dreifast og skiptast upp. ÓE benti á að bókasafnið á Akureyri væri hluti af landsbókasafni. ÞS benti á að Borgarleikhúsið hefði afhent Ljósmyndasafni Reykjavíkur allar ljósmyndir sínar sem síns héraðssafns. Benti einnig á að víða varðveita héraðssöfn ýmsar minjar og ljósmyndir úr sögu leiklistar á Íslandi. Sagði einnig frá því að Benedikt Erlingsson hefði falið Þjóðskjalasafni stóran hluta af skrifum og pappírum foreldra sinna. Í hans fórum eru þó enn gögn sem tengjast leiksýningunni Ínúk, ljósmyndir og myndupptökur sem Lms. mun að líkindum fá til varðveislu þegar þar að kemur. Hafa þyrfti í huga að landslag safna væri að breytast með stafrænni skráningu og einfaldri framkvæmd millisafnalána.

3. Afgreiðsla reikninga. KH las upp endurskoðaða, yfirfarna og samþykkta reikninga félagsins. Eftir lesturinn kom fram í máli KH að engin greiðsla var til Landsbókasafns á síðasta ári, reikningur frá safninu mun berast Lms. á miðju þessu ári. Aðkeypt þjónusta skv. reikningum er; greiðsla til BÆ vegna vinnu við heimasíðu. Greiðsla vegna framkvæmdar safnanætur og greiðsla til Eyjólfs heimasíðuforritara vegna vinnu við gagnagrunn.
Reikningar samþykktir samhlóða án mótatkvæða.

4. Starfsáætlun næsta árs. Öll umfjöllun um starfsáætlun fram komin í skýrslu stjórnar.

5. Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga. ÁÞ gengur úr stjór skv. starfsreglum Lms um lengd stjórnarsetu. SJ gefur kost á sér í stjórn og er kosin einróma með lófataki. ÁÞ þökkuð störf í þágu Lms undanfarin ár.

6. Önnur mál. MN kom með almenna fyrirspurn um varðveislu handritasafna. ÞS svaraði því til, að meðan handrit voru prentuð fór ávallt eintak til Landsbókasafns en sú væri ekki raunin lengur. Þjóðleikhúsið geymi hinsvegar öll handrit verka sem leikin eru við húsið. Nótnasafn Þjóðleikhússins er komið til varðveislu Landsbókasafnsins via Tónverkamiðstöð Íslands. HA: Borgarleikúsið sendir handrit til BÍL þar sem er að finna all ítarlegt safn leikhandrita. ÓE sagði frá Rafhlöðunni rafrænu varðveislusafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns sem byggir á DSpace hugbúnaði. Í safninu er einkum varðveitt rafrænt útgefið efni sem er skilaskylt til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Þangað getur almenningur sent inn efni til varðveislu. Handrit leikstjóra með handrituðum leiðbeiningum og athugasemdum eru í skráð og geymd sérstaklega hjá Landsbókasafni.

Fleira festist ekki á blað á þessum ágæta aðalfundi og héldu félagar köku- og kaffisaddir út í vorið.

Fundi slitið kl 17:15, Ásdís Þórhallsdóttir.