Stofnfundur vinafélags um sviðslistaarfinn
Þjóðarbókhlöðunni 23. maí 2019.

Dagskrá fundarins hefur verið kynnt fundarmönnum, sem eru þeir sömu og sátu aðalfund Leikminjasafns Íslands, og er hún eftirfarandi:

1.  Fundur settur, fundarstjóri og ritari valdir úr hópi fundarmanna
2.  Tillaga að nafni vinafélagsins og stofnskrá þess
3.  Stjórnarkjör
4.  Önnur mál

1. Fundur settur, fundarstjóri og ritari valdir úr hópi fundarmanna

Samþykkt samhljóma að KH verið fundarstjóri og SJ verði ritari

2. Tillaga að nafni vinafélagsins og stofnskrá þess

KH les tillögur að samþykktum fyrir Vinafélag um sviðslistarfinn, sem kynntar höfðu verið fundarmönnum í tölvupósti fyrir fundinn.  Umræða fer fram um hvern kafla fyrir sig.

Fyrsti kafli – Nafn og markmið

Annar kafli – Aðild og aðildarfélög

Talið að ekki sé skynsamlegt að opna fyrir einstaklingsaðild til að byrja með, en hægt að endurskoða síðar meir.

Möguleiki að hafa opinn aðalfund, þannig að einstaklingar sem eru ekki meðlimir geti mætt og kynnst starfseminni.

Þriðji kafli – Stjórn félagsins

Starfsfólk safnanna getur ekki setið í stjórn félagsins, þar gætu myndast hagsmunaárekstrar, miðað  er við að stjórnarmenn hafi þekkingu úr sviðslistageiranum.

Fjórði kafli – Hlutverk stjórnar

Upphaflega var skoðuð tillaga um að koma á laggirnar samstarfsnefnd sem sinnti ráðgjafarhlutverki gagnvart höfuðsöfnunum, en lendingin varð að fela stjórn það hlutverk til að draga úr flækjustigi.

Skoða gr. 4.6 - Möguleiki á að sækja um styrki, s.s. til að halda sjálfstæða sýningu á safnanótt undir nafni félagsins.

Fimmti kafli – Fundir

SGM nefnir að kostur sé að aðildarfélögin haldi einn fulltrúafund á ári, slíkt fyrirkomulag hefur hingað til reynst Leikminjasafninu vel, enda mikilvægt til að fá fagaðila að borðinu.
 
KH svarar að fundir verði í valdi stjórnarinnar sem kosin verður, auk þess sem aðalfundi sé ætlað þetta hlutverk.

Sjötti kafli – Samþykktir félagsins

Sjöundi kafli – Slit og ráðstöfun eigna

Taka út setningu um „samstarfsnefnd“  og lagfæra aðrar smávægilegar villur, samtals fjórar, sem KH tekur að sér.

Endanleg gerð stofnsamþykktanna verður viðhengi með stofnfundargerð þessari.

Talsverð umræða verður um nafngiftina, sjónarmið um að orðið „vinafélag” sé ekki heppilegt.  KH bendir á að nafninu sé hægt að breyta á næsta aðalfundi ef það reynist ekki vel eða ef tillaga um annað betra kemur fram.

Að umræðunum loknum liggja þrjár tillögur að nafni fyrir fundinum:

a)     Samtök um sviðslistaarfinn
b)    Samvinnuhreyfing sviðlistaarfsins
c)    Vinafélag um sviðslistaarfinn

Tillögur a) og b) eru báðar felldar en tillaga c) fær öll greidd atkvæði.

Ítrekað það sjónamið að nafninu sé hægt að breyta á næsta aðalfundi ef þetta venst ekki vel.

3. Stjórnarkjör

Stjórn Leikminjasafns Íslands leitaði til einstaklinga um að bjóða sig fram í stjórn Vinafélags um sviðslistaarfinn fyrir fundinn, en hafði lítið upp úr krafsinu.

Það kemur því í hlut fundarmanna á stofnfundinum að gefa kost á sér til stjórnarsetu. KH gefur ekki kost á sér, ÓE og MA eru ekki gjaldgeng þar sem þau eru starfsmenn Landsbókasafns Íslands.

Þrír fundarmenn gefa kost á sér til setu í stjórn, þau eru:

Börkur Hrafn Birgisson, sýningarstjóri Íslensku Óperunnar
Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Gaflaraleikhússins
Sesselja Guðmunda Magnúsdóttir, dansgagnrýnandi Fréttablaðsins og danskennari

Einn fundarmaður gefur kost á sér sem varamaður:

Ásgerður Gunnarsdóttir, lektor við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands.

Þar sem ekki eru fleiri í boði en þeir sem kjósa skal, teljast þau öll sjálfkjörin í stjórn hins nýstofnaða Vinafélags um sviðslistaarfinn.  Samkvæmt samþykktum félagsins skiptir stjórnin með sér verkum, að öðru leyti en því að Ásgerður er kjörin varamaður.


4. Önnur mál

Engin önnur mál.

Stofnfundi Vinafélags um sviðlistaarfinn slitið: 16:55